Grænlensk menning í Tjarnarborg á laugardag

Í tilefni af grænlenskri menningarviku barna og unglinga eru tveir grænlenskir listamenn staddir í Fjallabyggð. Þetta eru þau  Pauline Motzfeldt sem sýnir grænlenska söngva og dansa og segir sögu trommunnar. Pauline er kennari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið í Danmörku og Grænlandi. Miki Jacobsen er ljósmyndari, myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari. Hann gerir m.a. andlitsgrímur eftir grænlenskri hefð. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Grænlandi, Norðurlöndunum og í Kanada. Pauline og Miki halda stutta sýningu fyrir almenning í Tjarnarborg laugardaginn 30.október  kl. 12.30. Allir eru velkomnir og frítt inn. Fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar