Eitt af verkum Kolbrúnar á sýningunni
Í gær, 17. júní, opnaði Kolbrún Símonardóttir yfirlitssýningu á verkum sínum í Bláa húsinu á Rauðkutorgi. Heiti sýningarinnar er Ljósbrot úr lífi konu og eru 26 verk til sýnis. Sýningin er fjölbreytt og sýnir þá miklu hæfileika sem Kolbrún býr yfir en á sýningunni eru bútasaumsverk, glerverk, útskurðarverk, handsaumuð verk og svo teikningar og vatnslitamyndir. Sýningin verður opin til 6. júli og er opnunartími milli kl. 14:00 - 17:00 alla daga. Möguleiki er á að fá að skoða sýninguna utan þess tíma og skal þá haft samband við Kolbrúnu í síma 467 1580.
Kolbrún við eitt af verkum sínum. Harpa, innblásin af ljósmynd af glugga í tónlistarhúsinu Hörpu.
Verkið var valið sem framlag íslenska bútasaumsfélagsins í óhefðbundnum bútasaumi á The festival of quilts í Birmingham, Englandi 2014.
Verkið er vélsaumað.