Gettu betur - Æskó

mynd fengin af veg Grunnskóla Siglufjarðar
mynd fengin af veg Grunnskóla Siglufjarðar
Félagsmiðstöðin Æskó á Siglufirði hefur hafið Gettu betur keppni Æskó. Um er að ræða spurningakeppni með svipuðu sniði og hin vinsæla Gettu betur keppni framhaldsskólana.

Keppt verður í desember og er úrslita að vænta á litlu jólunum þann 18. desember nk. Nú þegar hafa liðin Swingers (Pálína, Kristín Ágústa og Birgitta) og Einsteins (Bjarni Mark, Magnús og Ægir) tryggt sér áframhaldandi þátttöku.

Starfsemi Æskó er í fullum gangi þessa dagana. T.a.m. er sundlauga-diskó á föstudaginn.

gettubetur_aesko2_640