Árlega listahátíðin Frjó sem haldin er í Fjallabyggð á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði fer fram dagana 12. - 14. júlí 2024
Frjó er þriggja daga listahátíð þar sem fram koma listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert. Tekist hefur að stuðla að og byggja upp á Siglufirði sannkallaðann leikvöll listarinnar þar sem tilraunamennska, galsi og frjálst flæði leika lausum hala. Sumarið gefur tilefni til langra bjartra nátta og orkan sem umlykur allt er mögnuð eins og einungis gerist á þeim árstíma. Alþýðuhúsið stækkar því viðburða og sýningarstaði sína út í Garð og víða um bæ og nýtur samstarfs fyrirtækja, bæjarfélagsins og annara menningaraðila. Listamönnum og gestum sem taka þátt í Frjó, gefst færi á
að upplifa þrjá til fjóra listviðburði á dag, dvelja saman og miðla list sinni, skoðunum og kunnáttu. Verða fyrir áhrifum hvort af öðru, mynda tengsl og jafnvel samstarf sem nær útfyrir hátíðina. Kynnast bæjarfélaginu, náttúrunni sem er allt um likjandi og áhugasömum bæjarbúum og öðrum gestum.
Eins og áður er rukkað inn á viðburði á vegum Alþýðuhússins í Anddyri hússins eftir fjárhag hvers og eins en viðmiðið er 15.000 kr. fyrir helgarpassa og 5000 kr. fyrir dagspassa. Á aðra viðburði utan Alþýðuhússins er rukkað við innganginn ef einhver kostnaður er. Allur ágóði rennur beint til listafólksins sem kemur fram.
Viðburðirnir í Alþýðuhúsinu eru öllum opnir og ekkert aldurstakmark.
Athygli er vakin á Garðinum við Alþýðuhúsið þar sem eru verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Brák Jónsdóttur, Harald Jónsson og Will Owen.
SSNE, Fjallabyggð, Eyrarrósin, Rammi hf, Kjörbúðin og Aðalbakarí styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Sérstakar þakkir fá, Rauðka, Segull 67, Brynja Baldursdóttir, Rakel Gústafsdóttir og Síldarminjasafnið.
Þátttakendur hátíðar:
Mark Wilson
Bryndís Snæbjörnsdóttir
Ólöf Helga Helgadóttir
Lefteris Yakoumakis
Pia Rakel Sverrisdóttir
Kristján Jóhannsson
Elín Margot
Örlygur Kristfinnsson
J Pasila
Rea Dubach
ADHD Óskar Guðjónsson og félagar
Ingibjörg Elsa Turchi
Hróðmar Sigurðsson
Helena Stefáns Magneudóttir
Arnar Steinn Friðbjarnarson
Guðrún Þórisdóttir
Hólmfríður Vídalín
Olga Bergmann
Anna Hallin
Katrin Hahner
Gauthier Hubert
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
Emma Garðarsdóttir
Flaaryr
Sólrún Alfa Ingimarsdóttir
Þórhildur Magnúsdóttir
Atli Arnarsson
Bára Kristín Skúladóttir
Þorgerður Jóhanna
Már Örlygsson
Dagskrá
Föstudagur 12. júlí
kl. 13.00 - 18.00 - Innsetning á lóð við Norðurgötu 3, Már Örlygsson.
kl. 13.00 - 14.00 - Vinnustofa Abbýar Aðalgata 13, sýning, Arnfinna Björnsdóttir.
kl. 13.00 - 17.00 - Pálshús á Ólafsfirði, sýning á verkum úr eigu Fjallabyggðar.
kl. 14.00 - 16.00 - Kompan, sýningaropnun, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson.
kl. 15.00 - 17.00 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson.
kl. 15.00 - 17.00 - Segull 67, sýningaropnun, Lefteris Yakoumakis.
kl. 16.00 - 18.00- Ráðhússalur, sýningaropnun, Anna Hallin og Olga Bergmann.
kl. 17.00 - 19.00 - Bláa húsið, kvikmyndasýning , Helena Stefáns Magneudóttir.
kl. 20.30 - 21.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Flaaryr.
kl. 21.00 - 22.30 - Alþýðuhúsið, tónleikar, ADHD, Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson,
Magnús Trygvason Eliassen, Tómas Jónsson.
Laugardagur 13. júlí
kl. 13.00 - 18.00 - Innsetning á lóð við Norðurgötu 3, Már Örlygsson.
kl. 13.00 - 16.00 - Við brúarósinn á Ólafsfirði, sýningaropnun, Guðrún Þórisdóttir og
Hólmfríður Vidalín.
kl. 13.00 - 17.00 - Pálshús á Ólafsfirði, sýning á verkum úr eigu Fjallabyggðar.
kl. 13.00 - 16.00- Ráðhússalur, sýning, Anna Hallin og Olga Bergmann.
kl. 14.00 - 17.00 - Hvanneyrarbraut 28b, sýningaropnun, J Pasila.
kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, sýning, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson.
kl. 14.30 - 15.30 - Alþýðuhúsið, gjörningur, Elín Margot.
kl. 15.00 - 17.00 - Hólavegur 14, Sýningaropnun, Bára Kristín Skúladóttir og Ólöf Helga
Helgadóttir.
kl. 15.00 - 17.00 - Segull 67, sýning - Lefteris Yakoumakis.
kl. 15.00 - 16.00 - Vinnustofa Abbýar Aðalgata 13, sýning, Arnfinna Björnsdóttir.
kl. 15.00 - 17.00 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson.
kl. 15.00 - 18.00 - Eyrargata 27 a, vinnustofusýning, Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján
Jóhannsson.
Kl.18.00 - 19.30 - Síldarminjasafnið, tónleikar, Atli Arnarsson og Tríó Sól.
kl. 20.00 - 21.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Rea Dubach.
Kl. 21 00 - 22.00 - Alþýðuhúsið, tónleikar, Ingibjörg Elsa Turchi og Hróðmar Sigurðsson.
kl. 11.00 - 02.00 - Rauðka, DJ partý, Þorgerður Jóhanna.
Sunnudagur 14. júlí
kl. 13.00 - 18.00 - Innsetning á lóð við Norðurgötu 3, Már Örlygsson.
kl. 13.00 - 16.00 - Við brúarósinn á Ólafsfirði, sýning, Guðrún Þórisdóttir og Hólmfríður
Vidalín.
kl. 13.00 - 17.00 - Pálshús á Ólafsfirði, sýning á verkum úr eigu Fjallabyggðar.
kl. 13.00 - 14.00 - Alþýðuhúsið, hugleiðsla með Katrin Hahner.
kl. 13.00 - 16.00- Ráðhússalur, sýning, Anna Hallin og Olga Bergmann.
kl. 14.00 - 17.00 - Kompan, sýning, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson.
kl. 14.00 - 17.00 - Hvanneyrarbraut 28b, sýning, J Pasila.
kl. 15.00 - 17.00 - Herhúsið, opin vinnustofa, Gauthier Hubert og Guðný Rósa
Ingimarsdóttir
kl. 15.00 - 17.00 - Hólavegur 14, sýning, Bára Kristín Skúladóttir og Ólöf Helga Helgadóttir
kl. 15.00 - 17.00 - Segull 67, sýning, Lefteris Yakoumakis.
kl. 15.00 - 16.00 - Vinnustofa Abbýar Aðalgata 13, sýning, Arnfinna Björnsdóttir.
kl. 15.00 - 17.00 - Söluturninn, sýning, Örlygur Kristfinnsson.
Garður við Alþýðuhúsið
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brák Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Will Owen.
Auglýsing (pdf)
Frjó listahátíð á facebook