Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu að hefjast

Nú eru að hefjast framkvæmdir í Hafnarhyrnu, sem eru undirbúningur að uppsetningu stoðvirkja í fjallinu á næsta ári. Byrjað verður á bráðabirgðavegi, sem nær upp í Fífladal, unnið verður að mælingum og rannsóknum í fjallinu.

Þriðjudaginn 28. ágúst verður hafist handa við að hreinsa laust grjót, sem geta skemmt stoðvirki og verið til hættu við uppsetningu þeirra.

Vegagerðin og berghreinsunin geta valdið grjóthruni og skapað hættu fyrir gangandi fólk, sem er á ferð ofan við Ríplana, eða í berjamó á svæðinu, og munu verða sett upp viðvörunarskilti til þess að vara við hættunni. Ekki er talin hætta á að grjót komist yfir garðana, ef það veltur niður hlíðina.