Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

Sveitarstjórnakosningar verða laugardaginn 14. maí 2022

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 rennur út kl. 12 á hádegi 8. apríl nk. 

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar mun veita framboðslistum og meðmælendalistum vegna þeirra móttöku föstudaginn 8. apríl 2022 frá kl. 11:00 til kl. 12:00 í Ráðhúsinu á Siglufirði, 2. hæð.

Framboðslistum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru sem og skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Fjallabyggð um stuðning við framboðið. Meðmælendur hvers lista skulu vera að lágmarki 20 en að hámarki 40. 

Nafn framboðs skal koma skýrt fram og ósk um úthlutun listabókstafs, auk þess sem hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um hverjir tveir menn séu umboðsmenn hans. 

Yfirkjörstjórn mun funda um gildi framboða sunnudaginn 10. apríl kl. 13:00 í Ráðhúsinu á Siglufirði og er umboðsmönnum framboða heimilt að vera viðstaddir þann fund. 

Á kjördag verður aðsetur yfirkjörstjórnar í Ráðhúsinu á Siglufirði.

Umboðsmönnum framboða er bent á vefinn kosning.is þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar um framboð o.fl.

Siglufirði, 22. mars 2022

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar