07.07.2006
Ágætu íbúar Fjallbyggðar.Tíminn líður hratt þegar mikið er að gera og stundum finnst manni eins og hlutirnir hafi gerst í gær sem gerðust fyrir löngu. Þannig er það þessa dagana.Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Blues-hátíð á Ólafsfirði, Nikulásarmót um næstu helgi á Ólafsfirði, Síldarævintýrið á Siglufirði um verslunarmannahelgina, Pæjumótið á Siglufirði 11.-13. ágúst og Berjadagar á Ólafsfirði 18.-20. ágúst. Njótið lífsins í sumar!Það sem er á döfinni hjá okkur í bæjarmálunum. Auglýst var eftir bæjarstjóra og nú er liðinn umsóknarfrestur (2.júlí) um stöðuna.Umsækjendur voru: Nr. Nafn Núverandi starf / síðasta starf1 Arinbjörn Kúld Stjórnunarfræðingur2 Guðmundur Rúnar Svavarsson Framkvæmdastjóri og rekstrarráðgjafi 3 Jón Hrói Finnsson Viðskiptaráðgjafi 4 Jón Ingi Sigvaldason Ráðgjafi 5 Ólafur Jakobsson Tæknifræðingur 6 Róbert T. Árnason Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 7 Róbert Örvar Ferdinandsson Kennari og verkefnastjóri8 Runólfur Birgisson Bæjarstjóri 9 Þórir Hákonarson Skrifstofustjóri10 Þórir Kr. Þórisson Deildarstjóri Vonandi verður hægt að ráða bæjarstjóra mjög fljótlega.Bæjarráð var kosið á fyrsta fundi bæjarstjórnar og í því eru: Jónína Magnúsdóttir formaður, Hermann Einarsson varaformaður og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Þorsteinn Ásgeirsson og gegnir hann störfum bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri tekur til starfa. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 11. júlí n.k. á Siglufirði.Þar verður endanlega gengið frá nefndarskipan og upp úr því fer nefndarstarf á fullt.Við vorum að bíða eftir að fá nýjar samþykktir fyrir Fjallabyggð til baka frá Félagsmálaráðuneytinu og nú eru þær komnar svo seinni umræða getur farið fram til þess að samþykkja samþykktirnar.Bæjarráðsfundargerðir eru komnar á vefina.Framkvæmdir eru í fullum gangi samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og eru ekki fyrirhugaðar stórvægilegar breytingar á henni, en þó kemur alltaf eitthvað upp á sem verður að taka fyrir og leysa.Ef einhverjir telja sig þurfa upplýsinga við eða vantar úrlausn einhverra mála sem snerta bæjarfélagið þá endilega hafið samband við undirritaðan í símum: 460-2600 eða gsm: 8927093 eða sendið tölvupóst á: steini@olf.is Sumarkveðjur Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar