Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á Hornbrekku í Ólafsfirði og á Heilsugæslunni á Siglufirði

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á Hornbrekku í Ólafsfirði og á Heilsugæslunni á Siglufirði.

Rauði Krossinn í Ólafsfirði og á Siglufirði hafa opnað fjöldahjálparstöðvar í Hornbrekku Ólafsfirði og á heilsugæslunni á Siglufirði.
Opið hefur verið frá því fyrir hádegi á Hornbrekku og hafa þegar nokkrir leitað þangað.
Opið verður frá kl. 14:00-18:00 á Heilsugæslunni á Siglufirði.
Boðið er upp á kex, kökur og heita drykki og umfram allt hlýju og samveru á báðum stöðum.

Íbúar eru hvattir til að hafa samband við björgunarsveitir í báðum byggðakjörnum ef þeir þarfnast aðstoðar á einhvern hátt. 

Björgunarsveitin Strákar Siglufirði sími 467-1801
Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði sími 466-2050

Þau heimili sem þegar hafa fengið rafmagn og heitt vatn eru vinsamlegast beðin um að fara sparlega með það.