Fjögur lið frá Snerpu á Landsmóti 50+

Keppendur frá Snerpu ásamt Helgu Hermannsdóttur.
Keppendur frá Snerpu ásamt Helgu Hermannsdóttur.
Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fór fram á Húsavík um liðna helgi. Fjögur lið frá Snerpu skelltu sér á mótið og kepptu í boccia. 
Keppendur voru; Sveinn, Hjálmar, Jónas, Svava, Gugga, Rabbý, Vilborg, Berta, Björg, Sissa, Toni og Valur. Með í för var þjálfarinn Helga Hermannsdóttir. Að sögn Helgu var þetta alveg frábært mót og liðin stóðu sig með sóma. Snillingarnir Sveinn, Jónas og Hjálmar komust í 6 liða úrslit eftir riðlakeppnina og enduðu í 3. sæti sem er frábær árangur. Eftir keppni var haldið á Akureyri þar sem  farið var út að borða á La Vita Bella og síðan var haldið heim eftir frábæran dag.


Eitt af liðum Snerpu á Landsmótinu. Berta, Björg og Vilborg.


Berta og Toni.


Stund á milli stríða.


Bronsdrengirnir, Hjálmar, Sveinn og Jónas ásamt Helgu þjálfara.


Keppendur komnir á Akureyri eftir vel heppnað mót á Húsavík.

(Myndir: Sveinn Þorsteinsson).