Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019 fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær.
Reiknað er með eftirfarandi forsendum í áætluninni:
1. Hækkun launa um 8% á milli ára.
2. Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3. Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5. Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.
- Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 125 milljónir kr.
- Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 227 milljónir kr.
- Veltufé frá rekstri er 451 milljón kr. eða 20,4%.
- Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 72 milljónir.
- Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 35,8% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 79% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það þrjú og hálft ár að greiða þær upp.
- Eiginfjárhlutfall verður 58%.
- Veltufjárhlutfall verður 1,64 og handbært fé í árslok 2016 verður 179 milljónir kr.
Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019.