Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2016

Mynd: Steingrímur Kristinsson
Mynd: Steingrímur Kristinsson

Á fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 11. nóvember var fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2016 til fyrri umræðu. Samþykkt var í Bæjarstjórn Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum:
1. Hækkun launa um 8% á milli ára.
2. Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3. Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5. Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 143 milljónir kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 245 milljónir kr.

Veltufé frá rekstri er 474 milljónir kr. eða 21,5%.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 74 milljónir.
Stærstu framkvæmdir eru:
a) stækkun leikskóla 95 milljónir kr.,
b) götur 75 milljónir kr.
c) holræsakerfi 99 milljónir kr.
d) endurnýjun bæjarbryggju 200 milljónir kr., þar af hlutur Fjallabyggðar 65 milljónir kr.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 33,4% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 75% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það rúmlega þrjú ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 60%.
Veltufjárhlutfall verður 1,46 og handbært fé í árslok 2016 verður 135 milljónir kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 707 milljónir kr.

 

______________________
Gunnar Ingi Birgisson
Bæjarstjóri

Undirrituð fréttatilkynning á pdf