Lið Fjallabyggðar. (Mynd: skjáskot af vef RÚV)
Fjallabyggð tók nú að nýju þátt í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV eftir árs fjarveru en þátturinn var á dagskrá á föstudagskvöldið.
Fjallabyggð keppti við Reykhólahrepp og sigraði Fjallabyggð með tveggja stiga mun 78 stigum gegn 76 stigum Reykhólahrepps. Samkvæmt venju voru andstæðingum færðar gjafir úr heimabyggð í lok þáttar sem að þessu sinni voru;
- Gjafabréf frá Sigló hótel, gisting með morgunverði
- Gjafabréf frá Höllinni veitingahúsi Ólafsfirði. Þriggja rétta kvöldverður:
- Norðurljósabók eftir Alice Liu frá Listhúsinu Ólafsfirði og
- Bókin Dimma eftir Ragnar Jónsson.
Eru þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag tengt þátttöku Fjallabyggðar í Útsvari.
Lið Fjallabyggðar er þannig skipað:
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sérverkefna hjá Sýslumanni Norðurlands eystra.
Guðrún Unnsteinsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og
Ólafur Unnar Sigurðsson starfsmaður hjá Samkaup úrval Siglufirði.