Fjallabyggð - Norðurþing í Útsvari

Útsvarslið Fjallabyggðar
Útsvarslið Fjallabyggðar

Fjallabyggð er komið í aðra umferð í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV. Samkvæmt venju er þátturinn á dagskrá á föstudagskvöldum og keppir Fjallabyggð gegn Norðurþingi föstudaginn 11. desember nk. Hefst útsending kl. 20:40.  Eru brottfluttir Siglfirðingar og Ólafsfirðingar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og styðja við bakið á liðsmönnum Fjallabyggðar.

Lið Fjallabyggðar er þannig skipað:
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sérverkefna hjá Sýslumanni Norðurlands eystra.
Guðrún Unnsteinsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og
Ólafur Unnar Sigurðsson starfsmaður hjá Samkaup úrval Siglufirði.