Fjárhagsáætlun afgreidd í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Siglufjarðar afgreiddi fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlun 2006-2008 í síðari umræðu á fundi sínum þann 29. desember.Fjárhagsáætlun 2005 er unnin sameiginlega af meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar og er lögð fram sameiginlega.Áætlunin gerir ráð fyrir að niðurstaða A og B hluta sé neikvæð um ríflega 16,5 milljónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 471 milljón.Framkvæmt verður fyrir rúmlega 43 milljónir króna á árinu, þ.á.m. er um 17.5 milljónir áætlaðar til framkvæmda við íþróttahús, 16 milljónir til gatnagerðar, rúmar 4 milljónir til framkvæmda við Vatnsveitu og 5 milljónir til framkvæmda við sparkvöll á skólalóð við neðra hús Grunnskólans en það verkefni er í samráði við KSÍ.Ítarlegri upplýsingar um fjárhagsáætlun birtast á síðunni innan skamms.