Fiskveiðiárið 2015/2016

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2015/2016. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 368.500 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 367.060 þorskígildistonnum á sama tíma í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð.

Alls fá 534 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2015/2016 samanborið við 578 á fyrra fiskveiðiári

Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra.. Alls fá 418 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 40 aðilum færra en í fyrra.
Rammi hf telst vera áttunda stærsta fyrirtækið og fær úthlutað 15.101.297 þorskígildis tonnum eða 3.95% af heildarúthlutun.

Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Þessar hafnir eru Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyjar. Úthlutun til Fjallabyggðar er sem hér segir: (ÞÍG kg. = Þorskígildi í kílóum)

Heiti Hafnar ÞÍG kg. Útg. Flokkur
Siglufjörður 3.025.372 Skuttogari
Siglufjörður 283.491 Skip með aflamark
Siglufjörður 16.001 Smábátur með aflamark
Siglufjörður 171.295 Krókaaflamarksbátar
Ólafsfjörður 9.110.233 Skuttogari
Ólafsfjörður 87.310 Skip með aflamark
Ólafsfjörður 20.884 Smábátur með aflamark
Ólafsfjörður 1.451.152 Krókaaflamarksbátar


Úthlutun til einstakra báta í Fjallabyggð er sem hér segir:

Skip Einkst Samtals ÞÍG kg.
Mánaberg ÓF 4.821.548
Múlaberg SI 3.025.372
Níels Jónsson ÓF 87.310
Keilir SI 283.491
Sigurbjörg ÓF 4.288.685
Viggó SI 3.942
Edda SI 1.106
Elva Björg SI 7.003
Andvari I SI 2
Sigurður Pálsson ÓF 14.947
Tjaldur ÓF 11.588
Flugalda ÓF 127.426
Hafborg SI 5.072
Freymundur ÓF 13.278
Lukka ÓF 24.321
Raggi Gísla SI 46.825
Jonni ÓF 440.839
Petra ÓF 130.068
Akraberg ÓF 459.171
Mávur SI 6.460
Oddur á Nesi ÓF 172.296
Perlan ÓF 9.010
Þröstur ÓF 14.069
Jón Kristinn SI 6.971
Hrönn II SI 3.982
Sólveig ÓF 1
Aggi SI 4.557
Anna SI 7.462
Otur SI 3.620
Ásdís ÓF 12.291
Smári ÓF 5.937
Sunna SI 29.995
Nói ÓF 18.410
Már ÓF 12.218
Hafdís SI 56.701
Víkingur SI 3.598

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fiskistofu.

Heimild: www.fiskistofa.is