Ferðamannavegur; Kynningar- og fræðslufundur

Kynningar- og fræðslufundur í Ráðhúsi Fjallabyggðar 

þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-19

Ferðamannavegur um Norðurland – Arctic Coastline Route

Arctic Coastline Route er verkefni sem miðar að því að kortleggja ferðamannaveg sem liggur meðfram strandlengju Norðurlands, frá Langanesbyggð í Skagafjörð og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.  Verkefnið hófst árið 2016 og er fundinum ætlað að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref.  Tækifæri gefst til umræðna og áhrifa á verkefnið og er m.a. leitað hugmynda á endanlegt nafn leiðarinnar.
Verkefnastjóri verkefnisins, Christiane Stadler; Dipl. Landfræðingur, verður með kynninguna og fer hún fram á ensku.

Vörumerkið Fjallabyggð

Umræða um markaðssetningu Fjallabyggðar. Getum við sameinað krafta okkar í kynningar- og markaðsmálum fyrir Fjallabyggð !

Allir hjartanlega velkomnir !

Endilega sendið skráningu á lindalea@fjallabygg.is