Eyfiriski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á Sumardaginn fyrsta þann 23. apríl. Þennan dag munu söfnin bjóða gestum og gangandi í heimsókn - þeim að kostnaðarlausu - í tilefni dagsins og sumarsins. Yfirskriftin er SUMAR Á SÖFNUNUM. Söfn og setur í Fjallabyggð, Síldarminjasafnið, Náttúrugripasafnið, Þjóðlagasetrið og Ljóðasetrið, taka þátt í þessum degi og verður opið milli kl. 13:00 - 17:00.  Eru íbúar hvattir til að nýta sér þetta tækifæri og heimsækja söfnin.

Eyfirski safnadagurinn