Smíðavellir opna í Fjallabyggð

Smíðavellirnir verða opnir í júní fyrir alla krakka í Fjallabyggð.

Smíðavellirnir á Ólafsfirði verða í umsjón hestamannafélagsins Gnýfara á Frímerkinu.

Smíðavöllurinn á Ólafsfirði verður opinn frá kl. 10:00-12:00 eftirfarandi daga: 14. júní, 18 júní, 20 júní, 22 júní, 25 júní, 27 júní, 29 júní, 1 júlí og 3 júlí

Smíðavellirnir á Siglufirði verða í umsjón SSS á túninu við Mjölhúsið.

Smíðavöllurinn á Siglufirðii verður opinn frá kl. 09:30-12:00 eftirfarandi daga: 18 - 21. júní og 24. - 27. júní

Að námskeiðum loknum verður grillveisla á hvorum stað fyrir börn og foreldra.

Ekki þarf að skrá börnin og er þátttaka ókeypis. 

Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma sem smíðavellir eru opnir.
Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is.