Skólasetning GF og skólaakstur 23. ágúst

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 23. ágúst með þessum hætti:

 2.-5. bekkur mætir í skólahúsið við Norðurgötu kl. 11:00

 6.-10. bekkur mætir í skólahúsið við Tjarnarstíg kl. 13:00

1. bekkur mun verða boðaður í einstaklingsviðtöl á föstudeginum 23. ágúst. Viðtalsboðun verður send heim á foreldra.

Kennarar munu taka á móti nemendum í bekkjarstofum. Þeir fara yfir stundatöflu og aðrar almennar upplýsingar sem þið þurfið í upphafi skólaárs, afhenda gögn sem þurfa að fara heim og fleira sem þarf til þess að hefja skólastarf.

Rútuferðir í tengslum við skólasetningu:

Rúta frá Tjarnarstíg í tengslum við skólasetningu yngra stigs:

Kl. 10:45 og til baka eftir skólasetningu  

Rúta frá Siglufirði í tengslum við skólasetningu eldra stigs:

Kl. 12:45  frá skólahúsinu við Norðurgötu Til baka eftir skólasetningu