Betri Fjallabyggð - Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér lýsingu þessa en þar koma m.a. fram áherslur sveitarstjórnar við skipulagsgerðina. Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi verks er almenningi og umsagnaraðilum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.

Á kynningartíma lýsingarinnar verður almenningi og umsagnaraðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar, tillögur og sjónarmið um fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulagsins. Þær skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 25. október 2017 á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða með því að smella hér (Betri Fjallabyggð - Hafðu áhrif).

Skipulags- og matslýsing.