Eyþór Ingi
Hjúin Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona og Eyþór Ingi Jónsson, organisti hafa á sl. tveim árum haldið vel á annan tug tónleika á NA-landi, þar sem þau hafa blandað saman áhugamálum sínum, tónlistinni og ljósmyndun. Nú hafa þau sett saman þriðju efnisskrána en að þessu sinni völdu þau uppáhaldslögin sín á efnisskrána.
Birkir Blær Óðinsson, 15 ára gítarleikari, spilar með þeim í nokkrum lögum. Ekki nóg með það, heldur mun hann Birkir, sem er 15 ára gamall, hefja tónleikana með því að syngja uppáhaldslög sín og spila með á gítar og looptæki.
Á efnisskránni eru lög úr öllum áttum. Þau flytja talsvert af kraftmikilli þjóðlagatónlist, frá Noregi, Svíþjóð, Ameríku og Íslandi, kraftmikla popptónlist frá Portúgal og Hollandi, kántrýtónlist, íslenskan blús og djass og sænska dixielandtónlist (ójá!), svo eitthvað sé upp talið.
Tónleikarnir verða haldnir í hinu frábæra menningarhúsi Tjarnarborg á Ólafsfirði. Aðgangseyrir er 2.000 krónur