Lausar stöður við Leikskóla Fjallabyggðar

Leikskólinn Leikhólar
Leikskólinn Leikhólar

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við Leikskóla Fjallabyggðar

Um er að ræða ótímabundnar ráðningar í 100% stöður nema um annað sé samið.

  • Stöður leikskólakennara með deildarstjórn
  • Stöður leikskólakennara

Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf til notkunar á starfsheitinu kennari með áherslu eða reynslu á leikskólastarfi. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur - Sköpun - Lífsgleði

Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Upplýsingar veitir Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið olga@fjallaskolar.is eða síma 848-7905. Umsóknum skal skila á netfangið olga@fjallaskolar.is.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  

Leikskóli Fjallabyggðar er 8 deilda leikskóli með um 120 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og Siglufirði.  Í leikskólanum er m.a. unnið með námsefnið Leikur að læra og Lífsleikni í leikskóla.  Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is

Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila og stuttri kynningu á umsækjanda.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og auglýsa að nýju.

Auglýsing til útprentunar