Dagur leikskólans

6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.     Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. 
Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.  
Einkunnarorð dags leikskólans eru: Við bjóðum góðan dag - alla daga :)
Í Leikskóla Fjallabyggðar er fáni dreginn að húni í tilefni dagsins og ef veður leyfir fverður farið í gönguferð.

Olga Gísladóttir
skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.