Í gönguferd dagsins fengu börnin á Leikhólum að fylgjast með skíðastökkvara æfa sig og sumir fengu að máta skíðin.
6. febrúar er dagur leikskólans og þann dag notar leikskólafólk gjarna til að minna á mikilvægi þessa fyrsta skólastigs og á
það merkilega starf sem unnið er í leikskólum landsins.
Rauður þráður í leikskólastarfi er að skipuleggja umhverfi þar sem börnin öðlast þekkingu og færni með eigin
uppgötvunum í leik og starfi, innandyra sem utan. Þar ríkir jákvætt og viðurkennandi andrúmsloft og virðing er borin fyrir einstklingnum og getu
hans til að læra á eigin forsendum.
Í Leikskóla Fjallabyggðar fer fram fjölbreytt og skemmtilegt starf, sem hægt er að kynna sér með því að skoða heimasíður
leikskólans http://www.leikskolinn.is/leikholar/ og http://www.leikskolinn.is/leikskalar/
Einn þáttur starfsins hjá okkur er að kenna börnunum lífsleikni, sem byggir á dygðum eða ákveðnum grunngildum. Nú þegar
höfum við lært um og æft okkur í vinsemd, glaðværð og hjálpsemi og þolinmæði og það er mjög gaman að fylgjast
með því hve börnin eru fljót að læra fyrir hvað dygðirnar standa og nota þær í samskiptum sín á milli.
Á Leikhólum héldum við daginn hátíðlegan með því að draga fána að hún og fara í vettvangsferð um
nágrennið til að minna aðeins á okkur.
Við bjóðum góðan dag – alla daga