Dagur íslenskrar náttúru 2014

Mynd: nams.is
Mynd: nams.is
Dagur íslenskrar náttúru verður að venju haldinn hátíðlegur þann 16. september n.k.  Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum. 
 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hvatt sveitarfélög og landshlutasamtök til að hafa dag íslenskrar náttúru í huga í störfum sínum. 

Á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag var erindi ráðuneytisins lagt fram og  hvetur bæjarráð öll félagasamtök bæjarfélagsins og íbúa að leggja málinu lið. Sveitarfélagið hefur að geyma einstakar náttúruperlur og svæði sem fólk getur notið útivistar og andlegrar upplyftingar.

Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru.