Þann 19. júní eru 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni verður dagskrá í Bókasafni Fjallabyggðar, Siglufirði og í Ráðhúsi Fjallabyggðar verður opnuð sýning á listaverkum eftir konur og tilheyra listaverkasafni Fjallabyggðar.
Dagskrá í Bókasafni Fjallabyggðar:
Kl. 16:00 Hrönn Hafþórsdóttir býður gesti velkomna og flytur stutta kynningu
Kl. 16:15 Aðalheiður Ormsdóttir flytur erindi, „Þá var latína ekki kvennafæða“
Kl. 16:30 Pálína Pálsdóttir frá Kvenfélaginu Von stiklar á stóru um sögu félagsins
Kl. 16:00 -18:00 Ljósmyndasýning frá starfsemi Kvenfélagsins Vonar í gegnum árin
Kl. 16:00 -18:00 Gömul „kvennablöð“ liggja frammi sem gaman er að glugga í.
Heitt á könnunni og léttar veitingar
Kl. 17:00 - 18:30 Opnuð sýning á listaverkum í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Sýningin verður opin laugardaginn 20. júní og sunnudaginn 21. júní milli kl. 11:00 - 15:00.