Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028
Hávegur – stækkun íbúðarsvæðis
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 11. nóvember 2015 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í stækkun íbúðarsvæðis nyrst við Háveg sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 28. október 2015 í mkv.1:5.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknifulltrúa Fjallabyggðar.

Auglýsing á pdf.