Bókasafnsfréttir

Villi starfsmaður bókasafnsins í Ólafsfirði
Villi starfsmaður bókasafnsins í Ólafsfirði

Hér koma nokkrir fréttapunktar frá Bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar:

- Það styttist óðum í jólin og nýjar bækur streyma inn. Sjá nánar á Facebókarsíðu bókasafnsins.  
- Minnum á að þó að formlegur opnunartími sé frá kl. 13:30-17:00 þá erum við yfirleitt alltaf búin að opna kl. 09:00 á morgnana, bæði Villi í Ólafsfirði og Hrönn á Siglufirði.
- Gaman að geta sagt frá því að mikil vinna hefur verið á héraðsskjalasafninu við skráningu á einkaskjalsöfnum og nú fara fyrstu skjölin að birtast á vefnum Einkaskjalasafn.is
- 10. bekkur kom í heimsókn á bókasafnið á Siglufirði með dönskukennaranum sínum :) og kíktu þau í gömul dönsk Andrésblöð og flettu dönskum húsbúnaðarblöðum og höfðu það kósý með heitu kakói og afslöppun vonandi :)
- Nú eru einungis tvö hannyrðakvöld eftir fram að jólum 1. des og 15. des á Siglufirði. Í vetur var gerð tilraun með að bjóða einnig upp á hannyrðakvöld á Ólafsfirði en það hefur því miður verið dræm aðsókn og er ekki fyrirhugað að hafa þau fleiri í Ólafsfirði
- Listagangan á Siglufirði er framundan og mun bókasafnið a sjálfsögðu vera með :) Nánar síðar.