14.08.2006
BerjadagarTónlistarhátíð í Ólafsfirði 18.–20. ágúst 2006Föstudagskvöld 18. ágústUpphafstónleikarí Tjarnarborg klukkan 20:30.Herdís Egilsdóttir setur hátíðina við kertaljós.Að því búnu verða haldnir tónleikar tileinkaðir 250 ára afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart.Laugardagur 19. ágústSungið á langspil og simfón klukkan 15:00.Þjóðlög sungin í Kvíabekkjarkirkju við undirleik á þessi fornu hljóðfæri.Strengleikarí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20:30.Tónleikar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran, Pálínu Árnadóttur og Unnar Sveinbjarnardóttur. Sunnudagur 20. ágústHarmónikutónleikar Tatu Kantomaaí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 15:00.Berjablátt lokakvöldí Tjarnarborg klukkan 20:30.Þátttakendur hátíðarinnar á léttu nótunum.Sýning Herdísar Egilsdóttur Sjávarskart og skjóður, munir unnir úr hlýra- og laxaroði, verður opin í safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju laugardag og sunnudag milli klukkan17:00 og 19:00 og auk þess í hléi á tónleikum í kirkjunni báða dagana.Listamenn á Berjadögum árið 2006 eru:Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari, Albert Osterhammer klarinettleikari, Tatu Kantomaa harmónikuleikari, Herdís Egilsdóttir myndlistarmaður, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Halldór B. Arnarson hornleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðmundur Ólafsson leikari, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari.