Bæjarráð hafnar tilboði í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði

Á 673. fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að hafna því eina tilboði sem fékkst í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Ástæða höfnunar er að tilboð sem barst var töluvert hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir, ákvörðun bæjarráðs er einnig tekin í ljósi mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Fundargerð bæjarráðs má nálgast hér.