Auglýsing um aðalskipulag og deiliskipulag við Hverfisgötu og Háveg og breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018

Auglýsingum aðalskipulag Siglufjarðar 2003-2023, deiliskipulag við Hverfisgötu og Háveg og breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.

1. Tillaga að aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023.Tillaga að aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 auglýsist hér með skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan nær til alls sveitarfélagsins Siglufjarðar og er sett fram í greinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:35.000.

2. Tillaga að deiliskipulagi við Hverfisgötu og Háveg. Samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi við Hverfisgötu og Háveg. Deiliskipulagstillagan sýnir breyttar vegtengingar og göngustíga.

3. Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018. Í samræmi við 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.Breytingarnar felast meðal annars í breyttri landnotkun og breytingu á strandvernd.Breytingar eru eftirfarandi: 

  • Breyting á landbúnaðarsvæðum í óbyggð svæði.
  • Breyting á frístundasvæðum.
  • Breyting á umfangi strandverndar í botni Siglufjarðar.
  • Breyting á afmörkun svæða sem eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Siglufjarðar, Gránugötu 24 frá kl. 8.00 til 16.00 og á Skipulagsstofnun alla virka daga frá 23. júní 2004 til 21. júli 2004.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist byggingarfulltrúa eigi síðar en kl. 16.00 miðvikudaginn 4. ágúst 2004.

Hægt verður að nálgast uppdrætti og texta greinargerðar aðalskipulagsins á heimasíðu Siglufjarðar frá og með 23. júní 2004.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.Siglufirði 20. júní 2004.

Byggingarfulltrúi.