Atvinnumálaþing - húsnæðismál

Laugardaginn 31. október stendur Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar fyrir málþingi um húsnæðismál í bæjarfélaginu. Þingið fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg milli kl. 13:00 - 16:00

Dagskrá:
Kl. 13:00 Þingið sett: Valur Þór Hilmarsson formaður atvinnumálanefndar Kl. 13:05 Ávarp: Kristinn Kristjánsson, bæjarfulltrúi

Kl. 13:15 Staða skipulagsmála í Fjallabyggð gagnvart nýbyggingum - Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar.

Kl. 13:30 Kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar um stöðu húsnæðismála í Fjallabyggð - Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi.

Kl. 13:45 Húsnæði fyrir alla - Benedikt Sigurðarson, Búseta á Norðurlandi.

Kl. 14:10 Kaffihlé

Kl. 14:30 Hvað þarf til að koma íbúðabyggingum í gang. Hver er byggingarkostnaður? Friðrik Ágúst Ólafsson, Samtökum iðnaðarins.

Kl. 14:50 „Gagginn fær nýtt hlutverk“ - 15 nýjar íbúðir - Þröstur Þórhallsson eigandi gerir grein fyrir hugmyndinni og framkvæmdum sem eru í fullum gangi.

Kl. 15:20 Úr 200 fm í 20 fm - Sverrir Sveinsson formaður eldri borgara.

Kl. 15:30 Pallborðsumræður – stjórnandi: Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs.

Kl. 16:00 Þingslit

Allir velkomnir