Atvinna - Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Siglufirði

Nafnmerki Fjallabyggðar
Nafnmerki Fjallabyggðar
Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf við Félagsmiðstöðina Æskó, félagsmiðstöð unglinga í Siglufirði

Um er að ræða gefandi vinnu með börnum og unglingum, vinnutími er að mestu leiti á kvöldin.

Launakjör skv. samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag

Allar frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Æskó (Sigmundur) í síma 847-2223 eða íþrótta- og tómstundafulltrúi á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði eða í síma 464-9200

Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar eigi síðar en 20. ágúst n.k. og fást umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og á www.fjallabyggd.is

 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi