Athafnalóðir á Siglufirði lausar til umsóknar

Lausar eru til umsóknar athafnalóðir við hafnarsvæðið á Siglufirði. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir tveimur athafnalóðum (A og B) með möguleika á stækkun til norðurs (C). Um er að ræða áhugaverða staðsetningu fyrir hafnsækna starfsemi, innlenda og erlenda, t.d. frystigeymslur, fiskvinnslu eða útgerð. Árið 2016 voru gerðar gagngerar endurbætur á Hafnarbryggju sem stendur sunnan við athafnalóðirnar. Þá var nýr viðlegukantur byggður og innsigling og hafnarsvæði dýpkuð. Nú geta skip sem eru allt að 250 m. löng og með 9,5 m. djúpristu lagst þar að bryggju. Möguleiki er á lengingu viðlegukants til norðurs.
Stærðir lóðanna samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi eru eftirfarandi.
A – 2935 m2
B – 1404 m2
C – Möguleg stækkun lóða til norðurs, 3000 m2. Framkvæmd hafin.

Nánari upplýsingar veitir Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar á netfangið: armann@fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Klikkið á myndina til að sjá auglýsinguna

Athafnalóðir