19.03.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2025 sem veitt verður í 19. sinn nú í vor. Eyrarrósin er veitt annað hvert ár.
Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefið kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026. Viðburðurinn getur annað hvort farið fram í heimabyggð eða öðru byggðarlagi.
Lesa meira
19.03.2025
Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir
Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira
19.03.2025
Kátir krakkar í Fjallabyggð sýndu í vikunni frábært frumkvæði og góðan anda þegar þau ákváðu að fara út að tína rusl í nærumhverfinu sínu. Það voru þau Hilmar Helgi Ögmundusson (7 ára), Sigtryggur Kjartan Jónsson (7 ára), Álfhildur Bára Ögmundsdóttir (5 ára) og Gunnar Hólmsteinn Ögmundsson (2 ára) sem lögðu sig fram við að plokka bakkann fyrir neðan Hafnartún og Hafnargötu á Siglufirði og söfnuðu þau heilum hellingi af rusli.
Lesa meira
19.03.2025
Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 14. - 21 apríl nk.
Lesa meira
17.03.2025
Laus staða deildarstjóra eldri deildar við Grunnskóla Fjallabyggðar
Lesa meira
14.03.2025
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.
Lesa meira
13.03.2025
Lausar stöður kennara og náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Fjallabyggðar
Lesa meira
12.03.2025
Vegna viðhaldsvinnu verða Múlagöng lokuð frá miðnætti annað kvöld, fimmtudaginn 13. mars, og fram eftir nóttu.
Lesa meira
06.03.2025
Skíðasvæðið í Skarðsdal fagnar formlegri opnun Súlulyftu með sannkallaðri vetrarhátíð laugardaginn 8. mars kl. 12:00.
Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Gönguskíðabraut við Súlulyftu, lifandi tónlist og léttar veitingar.
Lesa meira
04.03.2025
Íslenski ferðaklasinn, gegnum verkefnið Nordic Regenerative Tourism (sjá www.norreg.is), stendur fyrir ráðstefnu á Siglufirði og Hólum um nærandi ferðaþjónustu á Norðurlöndum, þar sem þátt taka fyrirlesarar víða að. Á ráðstefnunni verður kafað ofan í tengingu nærandi ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar, s.s. landbúnað og arkítektúr/hönnun og síðan verða skoðaðir mismunandi geirar ferðaþjónustunnar út frá sjórnarhorni nærandi ferðaþjónustu.
Lesa meira