Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fyrirhugað er að gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir og afþreying yfir páskana ásamt opnunartíma verslana, safna, setra og gallería dagana 14. - 21 apríl nk.

Dagskránni verður dreift m.a. á heimasíðu Fjallabyggðar og á samfélagsmiðlum.

Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa það sem þeir hafa upp á að bjóða yfir páskana eru beðnir um að hafa samband við Lindu Leu Bogadóttur, markaðs- og menningarfulltrúa, með því að senda póst á lindalea@fjallabyggð.is eða hringja í síma 464-9100, fyrir miðvikudaginn 2. apríl nk.