Ungir umhverfissinnar fegra Fjallabyggð

Kátir krakkar í Fjallabyggð sýndu í vikunni frábært frumkvæði og góðan anda þegar þau ákváðu að fara út að tína rusl í nærumhverfinu sínu. Það voru þau Hilmar Helgi Ögmundusson (7 ára), Sigtryggur Kjartan Jónsson (7 ára), Álfhildur Bára Ögmundsdóttir (5 ára) og Gunnar Hólmsteinn Ögmundsson (2 ára) sem lögðu sig fram við að plokka bakkann fyrir neðan Hafnartún og Hafnargötu á Siglufirði og söfnuðu þau heilum hellingi af rusli.

Framtak þetta sýnir vel hvað hægt er að gera með samstilltu átaki og vilja til að bæta og hreinsa umhverfið okkar. Krakkarnir voru að vonum ánægð með afraksturinn og stoltið leyndi sér ekki eins og sjá má á myndinni enda frábært framtak og árangur hjá þessum duglegu ungu íbúum Fjallabyggðar.

Við í Fjallabyggð erum afar stolt af þessum ofurkrökkum og þakklát fyrir framtak þeirra í þágu náttúrunnar og fegrun Fjallabyggðar og hvetjum aðra til að fylgja fordæmi þeirra 🌿💚♻️ en slík verkefni eru tilvalin fyrir alla, bæði börn og fullorðna, sem vilja leggja sitt að mörkum til að fegra og hreinsa nærumhverfið. Það þarf ekki mikið til – stuttur göngutúr með ruslapoka getur skipt miklu máli! 

Hver tekur næst upp plokkhanskana? 🌿💚♻️

 

Meðfylgjandi mynd er tekin af Ögmundi Atla Karvelssyni og er birt með samþykki hans.