Fréttir

Haustfundur aðila innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð

Haustfundur með aðilum innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð verður haldinn í Tjarnarborg 14. nóvember nk. kl. 17:00 - Takið daginn frá !
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar fagnar 10 ára afmæli

Leikfélag Fjallabyggðar fagnar 10 ára afmæli í ár með afmælissýningunni Ert’ekk’ að meinaða! Boðið verður upp á tvær sýningar í Tjarnarborg laugardaginn 7. október kl. 20:00 og sunnudaginn 8. október kl. 17:00.
Lesa meira

Fjallabyggð fær listaverk að gjöf

Afkomendur Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar færðu Fjallabyggð að gjöf verk sem unnið var af Dóru í samvinnu við Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði. Halla teiknaði myndina á striga en Dóra rýjaði úr plötulopa. Verkið vann hún meðan þau hjón bjuggu á Siglufirði en eiginmaður Dóru, Sigurður Sigurðsson var læknir á Siglufirði á árunum 1962 til 1972.
Lesa meira

Kynningarfundur um deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar

Fimmtudaginn 28. september sl. var var haldinn, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, kynningarfundur fyrir íbúa og hagaðila. Á fundinum voru fyrstu drög að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar kynnt.
Lesa meira