Kynningarfundur um deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar

Fimmtudaginn 28. september sl. var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa og hagaðila í Ráðhúsi Fjallabyggðar,  þar sem kynnt voru fyrstu drög að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar. Næstu skref í skipulagsferlinu er að setja upp greinargerð, skipulagsuppdrætti og umhverfisskýrslu auk þess að stilla upp breytingu á aðalskipulagi. Stefnt er að því að tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á aðalskipulagi verði lagðar fyrir fund skipulags- og umhverfisnefndar 1. nóvember nk. og í framhaldi af því verða tillögurnar auglýstar opinberlega með athugasemdafrest í a.m.k. 6 vikur.

 

Deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar – fyrstu drög