27.07.2020
Árleg listasmiðja barna og aðstandenda þeirra við Alþýðuhúsið á Siglufirði fer fram fimmtudaginn 30. júlí nk. frá kl. 13:00-15:00. Smiðjan verður við Alþýðuhúsið á Siglufirði ef VEÐUR LEYFIR.
Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Vinsamlegast athugið að senda ekki börnin án umsjónar og komið með hamra ef möguleiki er.
Lesa meira
27.07.2020
Sýningin Snertur af náttúrunni verður opnuð í Segli 67 á Siglufirði, föstudaginn 31. júlí nk. 17:00-20:00
Þrír myndlistarmenn, Aðalsteinn Þórsson, Joris Rademaker og Þóra Sólveig Bergvinsdóttir, eru öll búsett í Eyjafirði. Þau mætast í Segull 69, tómu verksmiðjurými á Siglufirði. Þau hafa öll verið starfandi myndlistarmenn í lengri tíma og haldið margar einka- og samsýningar víða. Það sem tengir þau saman er áhugi þeirra á náttúrunni, endurvinnslu, náttúruvernd og sjálfbærni. Náttúran er efniviður þeirra í mismunandi listformum s.s. gjörningum, skúlptúrum, innsetningum, videóum og málverkum.
Opnun föstudagskvöld 31. júlí kl. 17.00-20.00
Í Segull 67, Vetrarbraut 8-10, Siglufirði
Opnunartími:
Laugardaga 01.08, 08.08 og 15.08
Sunnudaga 02.08, 09.08 og 16.08
Styrktaraðilar eru:
Segull 67
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Uppbyggingarsjóður Eyþings
Lesa meira
27.07.2020
Föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 - 17.00 opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “Eftir regnið – 14. ágúst 2019”.
Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti og stendur til 16. ágúst.
Lesa meira
27.07.2020
Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa opnun um Verslunarmannahelgi 1. - 3. ágúst 2020.
Lesa meira
23.07.2020
Síðasti dagur smíðavalla Fjallabyggðar var í dag. Börnin mættu og nutu veitinga þrátt fyrir rigningarsudda og drógu foreldra eða ömmur og afa með sér. Sumir kofaeigendur buðu gestum upp á smákökur og annað góðgæti.
Lesa meira
22.07.2020
Samkvæmt samþykkt 180. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 22. janúar 2020 skal auglýst að öll netaveiði er bönnuð í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira
22.07.2020
Úrval viðburða helgarinnar. Fjölbreytt dagskrá þar sem hver og einn ætti að geta fundið eitthvað sér við hæfi.
Lesa meira
22.07.2020
Fyrir mistök var áður auglýst að lokadagur smíðavalla væri föstudaginn 24. júlí en hið rétta er að lokadagurinn er á morgun fimmtudaginn 23. júlí kl. 10-12.
Lesa meira
16.07.2020
Laugardaginn 18. júlí kl. 17.00 munu tveir söng- og hljóðfærahópar leiða saman hesta sína í Siglufjarðarkirkju: Voces Thules og Gadus Morhua. Eyjólfur Eyjólfsson leikur og syngur í báðum hópum, en hann starfaði um tíma í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Lesa meira
16.07.2020
Að gefnu tilefni eru bæði íbúar og gestir Fjallabyggðar minntir á þær reglur sem gilda um hundahald í sveitarfélaginu. Í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni.
Lesa meira