Lokadagur á smíðavöllum

Síðasti dagur smíðavalla Fjallabyggðar var í dag. Börnin mættu og nutu veitinga þrátt fyrir rigningarsudda og drógu foreldra eða ömmur og afa með sér.

Sumir kofaeigendur buðu gestum upp á smákökur og annað góðgæti. Öll börn, bæði heimabörn og gestir Fjallabyggðar voru velkomnir í kofabyggðina og leiðbeindu flokkstjórar vinnuskólans börnunum.

Óhætt er að segja að smíðavellirnir hafi gengið vel og upp er risin hin myndalegasta kofabyggð. Flokkstjórum vinnuskólans er þakkað gott starf og börnunum þökkuð þátttakan.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í tilefni dagsins:
Lokadagur á smíðavöllum