Hundahald í Fjallabyggð

Að gefnu tilefni eru bæði íbúar og gestir Fjallabyggðar minntir á þær reglur sem gilda um hundahald í sveitarfélaginu. Í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni. Ef hundur sleppur frá eiganda sínum skal tafarlaust gera ráðstafanir til þess að finna hann. Heimilt er að hafa hunda lausa innan girðingar á einkalóð sé hún hundaheld og óhindrað aðgengi.

Hundum má sleppa lausum á opnum svæðum utan þéttbýlis séu þeir undir eftirliti gæslumanns og það tryggt að þeir valdi ekki ónæði eða truflun á umferð um viðkomandi svæði.

Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð er aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins.