12.11.2018
Viðbótar frístundaakstur á þriðjudögum og fimmtudögum, sem settur var á síðastliðið haust til reynslu, hefur ekki verið nýttur sem skyldi og fellur hann því niður frá og með fimmtudeginum 15. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
12.11.2018
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk.
Lesa meira
12.11.2018
Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði 9. febrúar 2019 og er skráning hafin. Fjarðargangan verður glæsileg að vanda og er mikill metnaður er lagður í viðburðin að þessu sinni. Brautarlögn er sérstaklega gerð fyrir trimmara og er aðal markmiðið að hafa gaman og í leiðinni skora á sjálfan sig.
Lesa meira
09.11.2018
Súpufundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð fimmtudaginn 22. nóvember nk. frá kl. 18:00 – 20:00.
Fundarstaður: Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Kl. 18:00-18:10 Ný markaðsstefna Fjallabyggðar
Kl. 18:10-18:25 Komur skemmtiferðaskipa
Kl. 18:25-18:40 Niðurstöður ferðavenjukönnunar sem Rannsóknamiðstöð ferðamála gerði á Siglufirði sumarið 2017
Kl. 18:40-19:00 Ferðaþjónustan í Fjallabyggð staða og þróun
Kl. 19:00-19:30 Kynningar úr heimabyggð
Kl. 19:30-20:00 Umræður
Lesa meira
09.11.2018
Íslenski ferðaklasinn auglýsir Dag ábyrgrar ferðaþjónustu.
Þann 6. desember nk. mun dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fara fram í Veröld – Húsi Vigdísar í Háskóla Íslands.
Fundurinn stendur frá kl. 9:00-11.00
Lesa meira
07.11.2018
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 7. nóvember 2018 að útnefna Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019.
Lesa meira
07.11.2018
Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa nú opnað viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
Lesa meira
06.11.2018
Undanfarið ár hefur starfsfólk Síldarminjasafnsins unnið að útgáfu ljósmyndabókar sem kemur út nú í byrjun desember.
Mikill metnaður hefur verið lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður og ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018.
Lesa meira
06.11.2018
Laugardaginn 10. nóv. 2018 kl. 15.00 opnar Georg Óskar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “ Í stofunni heima “
Verkin á sýningunni eru unnin sérstaklega fyrir Kompuna og leikur Georg sér með bakgrunnslit fyrir málverkin þannig að í raun má tala um innsetningu í rýmið.
Lesa meira
06.11.2018
Seinni hundahreinsun!
Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira