08.09.2017
Í tilefni alþjóðadags sjálfsvígsforvarna, verður kyrrðar- og tónlistardagskrá í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 10. september nk. kl. 20:00
Lesa meira
07.09.2017
Sigurður lætur af störfum hjá Fjallabyggð eftir 38 ára samfellt starf en hann kom fyrst til starfa árið 1979. Hann vann um tíma eða í níu ár sem yfirmaður félagsmiðstöðvar á vetrum og yfirmaður vinnuskóla á sumrin.
Lesa meira
07.09.2017
Sunnudaginn 10. september nk. verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu í Kompunni kl. 14.00 og kl. 15.00 verður Margrét Elísabet Ólafsdóttir með erindi á “Sunnudagskaffi með skapandi fólki”.
Lesa meira
07.09.2017
MÁLSTOFA Í HOFI UM ÁBYRGA FERÐAÞJÓNUSTU
Fréttir 31.08.2017
Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu
Í tengslum við verkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta" verður haldin málstofa í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, klukkan 14-16. Málstofan er haldin í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, en að verkefninu standa FESTA og Íslenski ferðaklasinn. Málstofan er fyrir alla þá sem hafa eitthvað með þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu að gera, hvort sem það eru fyrirtæki, íbúar, menntastofnanir eða opinberir aðilar.
Dagskrá:
Ávarp frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur, formanns Ferðamálaráðs Íslands og Markaðsstofu Norðurlands
Erindi:
Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum, Haraldur Ingi Birgisson, Deloitte.
Frá sjónarhóli íbúa - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Áhrif ferðaþjónustu í nærsamfélagi - Róbert Guðfinnsson, Siglufirði
Samantekt og lokaorð - Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Lesa meira
07.09.2017
Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður úr 6 meðlimum í 17 og er vinna hafin við annan áfanga verkefnisins. Sótt hefur verið um aukið fjármagn i hina ýmsu sjóði og mun því verkefnið fara á flug inn í næsta áfanga. Aðilar í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.
Lesa meira
07.09.2017
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Lesa meira
04.09.2017
Vakin er athygli á því að örlítil lagfæring verður gerð á brottfarartíma skólarútunnar frá Siglufirði og gildir hún frá og með deginum í dag 4. september.
Frá Siglufirði kl. 13.40 í stað 13:35 og frá Siglufirði kl. 14:45 í stað 14:40 eins og auglýst hefur verið.
Engar aðrar lagfæringar eru á tímatöflu skólarútunnar.
Lesa meira
02.09.2017
Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar nr. 516 þann 29. ágúst sl. var samþykkt framkomin ósk starfshóps um fjallaskil 2017 að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari.
Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.
Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2017 verða eftirfarandi:
Lesa meira