Fréttir

Flugeldasala í Fjallabyggð

Flugeldasölur björgunarsveitanna í Fjallabyggð opna í dag fimmtudaginn 28. desember kl. 17:00. í báðum byggðakjörnum.
Lesa meira

Gleðilega hátíð

Fjallabyggð óskar íbúum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira

Opnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um jól og áramót

Opnunartímar Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um jól og áramót verða með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Norræna strandmenningarhátíðin á Siglufirði og Þjóðlagasetur hljóta styrki

Norræna strandmenningarhátíðin á Siglufirði og Þjóðlagaarfur Íslendinga verkefni á vegum Þjóðlagasetur sr. Bjarna þorsteinssonar hafa verið valin á dagskrá aldar afmælis fullveldis Íslands. Fullveldissjóður auglýsti eftir tillögum að verkefnum á dagskrá aldar afmælis fullveldis Íslands og hlutu alls 100 verkefni styrk úr sjóðnum. Alls bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna.
Lesa meira

Aukafundur í Bæjarstjórn

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar. 154. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, miðvikudaginn 20. desember 2017 og hefst kl. 12:30
Lesa meira

Ljósaganga í Hvanneyraraskál 21. desember

Við fögnum vetrarsólstöðum í Fjallabyggð og göngum í Hvanneyrarskál fimmtudaginn 21. desember kl. 18:00. Fararstjóri Gestur Hansson. Lagt verður af stað frá Rafstöðinni kl. 18:00. Gengið verður upp Skálarrípil og áfram vegaslóðann upp í skálina. Göngutími er um 1 klst. og er þetta ganga á allra færi. Allir eru hvattir til að bera höfuðljós eða hafa meðferðis vasaljós.
Lesa meira

Landsbyggðin komin í Strætóappið

Nú gefst farþegum Strætó kostur á að kaupa ferðir á landsbyggðinni í gegnum Strætóappið. Hægt er að sækja appið fyrir iPhone snjallsíma í App Store og fyrir Android snjallsíma í Google Play Store.
Lesa meira

Frístund vor 2018

Skráning stendur yfir í Frístund, samþætt skóla- og frístundastarf fyrir 1.- 4. bekk. Foreldrar hafa fengið sendan tölvupóst með nánari upplýsingum og skráningarform.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnsólans

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá og með 20. desember til 2. janúar 2018. Skólastarf hefst aftur miðvikudaginn 3. janúar 2018. Þá verða ferðir skólarútunnar aftur samkvæmt fyrri aksturstöflu.
Lesa meira

Frístund, samþætt skóla- og frístundastarf í 1.-4. bekk

FRÍSTUND, samþætt skóla- og frístundastarf í 1.-4. bekk hefur gengið vel. FRÍSTUND, samþætt skóla- og frístundastarf fyrir nemendur í 1.-4.bekk hefur verið starfrækt frá upphafi skólaárs, s.l. haust. Um er að ræða samstarf grunnskólans, íþróttafélaga og tónlistarskólans.
Lesa meira