Ljósaganga í Hvanneyraraskál 21. desember

Við fögnum vetrarsólstöðum í Fjallabyggð og göngum í Hvanneyrarskál fimmtudaginn 21. desember kl. 18:00. Fararstjóri Gestur Hansson.

Lagt verður af stað frá Rafstöðinni kl. 18:00. Gengið verður upp Skálarrípil og áfram vegaslóðann upp í skálina.
Göngutími er um 1 klst. og er þetta ganga á allra færi. Allir eru hvattir til að bera höfuðljós eða hafa meðferðis vasaljós.

Gott að hafa hálkubrodda/göngugorma meðferðis ef hálka verður á leiðinni. Einnig er vel við hæfi að hafa meðferðis vatn og eitthvað að bíta í.

Munum eftir brjóstbirtu fyrir fararstjórann.

Ríplar
Yfirlitsmynd af snjóflóðagörðum (Ríplum)