Fréttir

Skóflustunga tekin að viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði

Í dag föstudaginn 2. september kl. 16:00 tók Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra skóflustungu að viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Byggingin verður ríflega 200 m2 og mun þar meðal annars verða matar-, félags- og fundaraðstaða. Áætlað er að framvæmdum ljúki í ágúst 2017 og mun hún bæta verulega alla aðstöðu nemenda.
Lesa meira

Vetrardagskrá dagþjónustu aldraðra

Dagþjónusta aldraðra á Siglufirði fer fram í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45. Vetrarstarfið er nú að komast í gang og hefst formlega mánudaginn 5. september. Eru allir eldri borgarar og öryrkjar hvattir til að kynna sér starfið og þær tómstundir sem þar eru í boði.
Lesa meira

Uppbygging vegar að skógræktinni

Vinna er þegar hafin við lagfæringar og uppbyggingu vegar að Skógrækt Siglufjaðar. Vegurinn verður breikkaður og sett upp nýtt rimlahlið. Ráðgert er að hækkunin verði um einn meter þar sem vegurinn er lægstur. Framkvæmdin er styrkt af Vegagerðinni, EBÍ og Landgræðslu ríkisins. Áætluð verklok verða um komandi helgi.
Lesa meira