Fréttir

Síldarárin á Siglufirði - sölusýning Sigurjóns

Sigurjón Jóhannsson, myndlistamaður, verður með sölusýningu á verkum sýnum í Ráðhúsi Fjallabyggðar um og yfir Verslunarmannahelgina. Sýningin opnar fimmtudaginn 30. júlí kl. 14:00 og er opin daglega frá kl. 14:00 - 18:00 til mánudagsins 3. ágúst.
Lesa meira

Síldarævintýri 2015

Um hverja verslunarmannahelgi er þess minnst þegar Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins og þúsundir verkamanna og kvenna unnu við síldina og nokkurs konar gullgrafarastemming var ríkjandi í bænum. Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, allstaðar líf og fjör. Þessa stemmingu er reynt að endurskapa hverja verslunarmannahelgi með virkri þátttöku heimamanna og gesta.
Lesa meira

Hlíðarvegur 18 - 20 seldur

Félag í eigu Þrastar Þórhallssonar, fasteignasala og stórmeistara í skák hefur fest kaup á gamla gagnfræðaskólanum að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði. Þröstur ætlar að breyta gamla skólahúsnæðinu í íbúðarhús.
Lesa meira

Listviðburðir í Listhúsinu Ólafsfirði

Eftirtaldir viðburðir verða á vegum Listhússins í Ólafsfirði næstu daga:
Lesa meira

Ástþór með myndlistarsýningu

Ástþór Árnason verður með Súrrealíska myndlistarsýningu í Bláa húsinu á Rauðkutorgi dagana 27. júlí til 4. ágúst. Opnunartími: 12:00 - 17:00
Lesa meira

Nýtt upplýsinga- og götukort við innkomu inn í Ólafsfjörð

Í gær settu starfsmenn Skiltagerðarinnar í Ólafsfirði upp nýtt upplýsinga- og götukort við innkomuna inn í Ólafsfjörð nánar tiltekið við útsýnisstaðinn gengt Brimnesi. Á kortinu má finna upplýsingar um helstu þjónustustaði í Ólafsfirði.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Neon í nýtt húsnæði

Í framhaldi af bókun bæjarráðs frá 26.05.2015 um húsnæðismál félgsmiðstöðvarinnar Neon, auglýsti Fjallabyggð eftir hentugu leiguhúsnæði fyrir starfsemina frá og með 1. september nk.
Lesa meira

Skíðasvæðið Skarðdal

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí var lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs, dagsett 4. júlí 2015, við erindi Fjallabyggðar um aðkomu sjóðsins að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði þar sem skíðaskálinn og byrjendabrekkan eru, samkvæmt mati Veðurstofunnar, á hættusvæði. Í svari Ofnaflóðasjóðs kemur fram að sjóðurinn telur sig ekki hafa lagaheimild til þess og er vísað í 1.mgr. 13.gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Lesa meira

Vegleg afmælisgjöf til Skógræktarfélags Siglufjarðar

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí, var tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar og Skógræktarfélagi Íslands vegna formlegrar opnunar skógarins í Skarðdal á Siglufirði í tengslum við verkefnið "Opinn skógur".
Lesa meira

32% útlánaaukning á bókum frá 2013

Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar hefur nú tekið saman upplýsingar um útlánatölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og til samanburðar við árin 2013 og 2014. Ánægjulegt er að sjá aukningu í útlánum.
Lesa meira