Fréttir

Síldarævintýri

Boðað var til fundar um Síldarævintýrið 2010 þann 26. janúar sl. Ríflega 20 manns sótti fundinn og var kosið í fjögurra manna nefnd til að leggja drög að 20 ára afmæli Síldarævintýris næsta sumar.
Lesa meira

Fundur um Síldarævintýri í kvöld

Í kvöld, þriðjudag, verður haldinn fundur í ráðhúsinu á Siglufirði þar sem umræður fara fram varðandi fyrirkomulag síldarævintýrsins næstkomandi sumar. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. Fundurinn fer fram í fundarsalnum á annarri hæð í ráðhúsinu klukkan 20:00.
Lesa meira

Breytingar á rekstri fræðslustofnana framundan

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur fræðslunefndar um framtíðarskipan fræðslumála í Fjallabyggð. Með skipulagsbreytingunum telur bæjarstjórn að nemendum verði búið betra námsumhverfi en ella, auk þess sem þeim fylgir aukið rekstrarhagfræði.
Lesa meira

Bókasafnið í Ólafsfirði

Bókasafnið í Ólafsfirði verður lokað í næstu viku 25. janúar til 29. janúar vegna "sumarfrís"
Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings á Siglufirði

Ragnheiður Jóna menningarfulltrúi Eyþings verður á Siglufirði mánudaginn 25. janúar kl. 14-15.30
Lesa meira

Stuðningur vegna hamfaranna á Haítí

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti, á fundi bæjarstjórnar 21. janúar sl. að veita sem samsvarar 100 kr. á hvern íbúa í Fjallabyggð, til hjálparstarfs vegna náttúruhamfara og yfirstandandi hörmunga á Haítí. Upphæðin er kr. 210 þúsund og verður skipt jafnt á milli Rauða kross Íslands og Landsbjargar til ráðstöfunar.
Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna

Auglýst er eftir styrkjum til atvinnumála kvenna sem félags- og tryggingamálaráðherra veitir ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir króna til úthlutunar.
Lesa meira

Arctic Aves kynnir.

Áhugamannafélag um fugla og fuglaskoðun í Fjallabyggð verður með kynningarfund á Hótel Ólafsfirði mánudaginn 18. janúar kl. 20:00.
Lesa meira

Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Óskað er eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Allar  atvinnugreinar hafa jafna möguleika á stuðningi, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna. Skilyrði er að í verkefni sé um að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki.
Lesa meira

Lágheiðin opnar kl. 16:30 í dag (fimmtudag)

Eins og flestir hafa tekið eftir hefur verið blíðskaparveður og snjór horfið hratt af Lágheiðinni. Auðvitað er það þó aldrei svo að snjóinn taki alveg upp af veginum án notkunar moksturstækja. Í gær og í dag hefur verið unnið að opnun heiðarinnar og ætlunin er að hún opni kl 16:30 í dag.
Lesa meira