31.10.2008
Ekki er útlitið gott vegna opnunar skíðasvæðisins í Skarðsdal, en stefnt var á að opna í dag kl. 16:00. Nú er mikill vindur og ekki víst hvort hægt verði að opna. Hægt er að fylgjast með hvort og þá hvenær verður opnað á heimasíðu Skarðsins, skard.fjallabyggd.is og í símsvara svæðisins 878-3399.
Lesa meira
30.10.2008
Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opnað á morgun, föstudag kl. 16:00. Frítt verður í lyftur á svæðinu alla helgina. Árskort frá síðustu vertíð munu gilda fram að áramótum á svæðið.
Lesa meira
30.10.2008
Verkefnasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna.
Lesa meira
28.10.2008
Skíðasvæðið í Tindaöxl verður opið í dag frá 16-19 og er frítt í lyftuna í dag.
Einnig bendum við á að göngubrautin (Bárubraut) hefur verið opin í viku og er mjög góð í dag.
Lesa meira
27.10.2008
Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að það hefur snjóað töluvert undanfarna daga. Það er kominn mikill snjór á skíðasvæðin og er áætlað að opna skíðasvæðið í Tindaöxl (Ólafsfirði) á morgun og skíðasvæðið í skarðsdal (Siglufirði) um helgina.
Lesa meira
24.10.2008
Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 23. október 2008.
Lesa meira
18.10.2008
Glöggir íbúar hafa ef til vill tekið eftir því að búið var að setja íbúaþing inn á viðburðadagatal Fjallabyggðar. Fyrirhugað var að halda þingið þann 25. þessa mánaðar, en nú hefur verið ákveðið að fresta þinginu. Endanleg dagsetningin liggur ekki fyrir, en mun verða auglýst ásamt dagskrá á næstu dögum.
Lesa meira
17.10.2008
Eins og flestir vita er spurningakeppnin Útsvar hafin aftur í Sjónvarpinu. Lið Fjallabyggðar er auðvitað klárt í slaginn. Liðskipan er töluvert breytt frá því í fyrra þar sem Guðmundur Ólafsson og Þórarinn Hannesson gáfu ekki kost á sér í liðið að þessu sinni.
Lesa meira
17.10.2008
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nám í námsverinu á Dalvík þar tekin verður fyrir grunnurinn í framhaldsskóla. Markhópurinn er fólk á vinnumarkaði 20 ára og eldra með stutta formlega skólagöngu.
Lesa meira
15.10.2008
Á bæjarstjórnarfundi í gær kynnti bæjarstjóri endurskoðaða fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008.
Helstu breytingar frá fyrri áætlun voru:
Lesa meira